Hitt og þetta og allt og ekkert

Skjáskot/Facebook

Í Bankastræti 0 má finna neðanjarðargallerí undir nafninu Núllið sem býður upp á aðra veröld innan listarinnar.

Fjölbreyttur hópur listafólks hefur sett upp sýningar þar og nú um helgina er Júlíanna Ósk Hafberg með sýninguna „hitt og þetta og allt og ekkert“.

Ég skellti mér í gær með vinkonu minni og það var ótrúlega skemmtilegt að gera sér dagamun og gleyma sér stundarkorn í einstökum heimi listaverka Júlíönnu.

Að hennar sögn endurspeglast nafn sýningarinnar í öllu því fjölbreytta sem hún gerir. Til sýnis eru pappírsverk, málverk, ljóðverk, textílverk, skartgripir og blanda af öllu þessu.

Allir eru hjartanlega velkomnir og ég mæli með því hrista upp í hversdagsleikanum og gera sér ferð í annan heim Júlíönnu, umkringdan ljúfum og fallegum litum, fjölbreyttum efnivið og valdeflandi kvenorku.

mbl.is