Bassi Maraj heimsækir Helgarútgáfuna í dag

Bassi Maraj.
Bassi Maraj. Skjáskot/Instagram

Helgarútgáfan eru nýir þættir á K100 þar sem þau Einar Bárðar, Anna Magga og Yngvi Eysteins eru með hlustendum á milli 9 og 12.

Í dag koma til þeirra Davíð Lúther frá Sahara, sem ætlar að greina hegðun fólks á samfélagsmiðlum á krísutímum, og ein skærasta stjarna samtímans; enginn annar en Bassi Maraj úr þáttunum Æði á Stöð 2.

Lavazza-gjafakarfan verður á sínum stað svo og Manúela Ósk. Þá ætla þau einnig að gefa 20.000 króna pítsuveislu frá Sporti og grilli í Smáralind en hægt er að vera með inni á facebooksíðu Sports og grills. Dregið verður út í beinni útsendingu klukkan 11:30 í dag.

Ekki missa af Helgarútgáfunni á K100 alla laugardaga á milli 9 og 12.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist