Ný útgáfa af laginu Rangur maður

Ingi Bauer.
Ingi Bauer. Ljósmynd/Aðsend

Tónlistarmaðurinn Ingi Bauer gaf út endurgerða útgáfu af Rangur maður í dag. Ingi Bauer er þekktur fyrir lögin Upp til hópa, Djamm í kvöld og Dicks. Rangur maður er endurgerð útgáfa af þeirri sem Sólstrandargæjarnir gáfu út árið 1995, sem Íslendingar hafa sungið hástöfum í áranna rás.

Ingi breytti þó upprunalega texta lagsins til að hann myndi passa betur við okkar tíma. Eins og margir vita fjallar lagið um mann sem reynir að komast sínar eigin leiðir í gegnum lífið og veltir fyrir sér af hverju hann getur ekki bara verið venjulegur maður eins og allir aðrir.

Hægt er að hlusta á lagið á öllum helstu veitunum og má hlusta á það á Spotify í spilaranum hér fyrir neðan:

mbl.is