Mikið af áhugaverðu sjónvarpsefni er komið eða væntanlegt á Netflix og aðrar streymisveitur á næstunni en bíósérfræðingurinn Björn Þórir Sigurðsson eða Bíó-Bússi stiklaði á stóru um þetta í morgunþættinum Ísland vaknar á K100.
For Heaven's Sake: Þáttaröð – Paramount+ (áður CBS All Access):
Heimildarþættir úr smiðjum Funny or Die um tvo vini sem fara að rannsaka hvarf frænda annars þeirra, hans Harolds Heavens, sem hvarf 85 árum áður.
Persona: The Dark Truth Behind Personality Tests – HBO Max Heimildamynd:
Skuggahliðar persónuleikaprófa eru rannsakaðar í þessar mynd frá CNN films.
Coming 2 America (2021) – Amazon Prime Video:
Nýkrýndur konungur Zamunda er mættur aftur til Ameríku í leit að hugsanlegum karlkynserfingja. Eddy Murphy og Arsenio Hall.
Sentinelle (2021) – Netflix-aksjónmynd:
Olga Kurylenko leikur margþjálfaðan franskan hermann sem kölluð er heim eftir erfiða sendiför og leitar uppi mennina sem beittu systur hennar ofbeldi.
Exit – Útrás – 2. þáttaröð – Rúv:
Norsku fjármálaundrin mæta hér aftur og reikna má með enn meira siðleysi og sjokki.
COVID Diaries NYC – HBO-heimildarmynd:
Fimm manns, fimm ólíkar sögur fólks frá NY í fyrsta fasa Covid.
Dealer – Þáttröð – Netflix:
Frönsk spennuröð um leikstjóra sem er fenginn til að gera tónlistarmyndband með glæpaforingja sem dreymir um að verða rappari en þessi pæling fer ekki vel í óvini og upphefst mikill hasar sem leikstjórinn þvælist með.
Marriage or Mortgage – Raunveruleikaþáttaröð, Netflix:
Brúðkaupsskipuleggjari og fasteignasali keppa um hylli para sem annaðhvort hafa efni á risabrúðkaupi eða að kaupa heimili.
Klassadrusla er kominn í bíó:
Íslensk kvikmynd um þær Karen og Tönju sem skella sér í vinnu í sveitina yfir sumarið. Nokkurs konar Dalalíf okkar tíma.
Raya and the Last Dragon Disney+ og í bíó:
Nýjasta stórmynd Pixar, þeirra sömu og gerðu Moana og Frozen. Raya og síðasti drekinn er hefðbundin Disney/Pixar-mynd um baráttu góðs og ills, full af spennu, glensi og góðum boðskap.
Boss Level á Hulu og í bíó:
Frank Grillo leikur mann sem er fastur í tímalúppu þar sem hópur leigumorðingja eltist við hann og myrðir en þetta er farið að vera þreytt og hann vill komast út. Auk Grillos leika Mel Gibson og Naomi Watts hlutverk.
Chaos Walking:
Mynd frá leikstjóra The Bourne Identity og Edge of Tomorrow byggð á metsölubókinni The Knife of Never Letting Go með Daisy Ridley, Tom Holland og snillingnum Mads Mikkelsen í aðalhlutverkum. Hér er á ferðinni framtíðartryllir um konu sem hrapar til jarðar á plánetu hér rétt hjá jörðinni.