Chris Harrison opnar sig um mistökin

Chris Harrison.
Chris Harrison. Skjáskot/Instagram

Jæja, þá hefur Bachelor-kóngurinn Chris Harrison talað. Chris mætti loksins fyrir framan myndavélarnar á ný í viðtali hjá „Good Morning America“ á fimmtudaginn.

Chris segist hafa gert mistök. Mistök sem hann svo sannarlega tekur á sig og vill læra af. Hann segist ekki vera fullkominn maður og hann sé nú þegar byrjaður að vinna í að fræða sig hjá hinum ýmsu aðilum. Hann segist ekki kenna neinum öðrum en sjálfum sér um það hvernig hann tók á málunum í viðtalinu hjá Rachel Lindsey. Ábyrgðin sé öll hans.

Hann biðlaði um leið til fólks að hætta að senda Rachel hatursfull skilaboð. Það væri óásættanleg hegðun, en Rachel þurfti að loka Instagramminu sínu vegna hatursskilaboða og morðhótanna. 

Chrissinn stefnir á að mæta aftur á skjáinn sem kynnir í Bachelor-heiminum og er spenntur að vera hluti af breytingunni sem mun eiga sér stað.
Ég er tilbúin að gefa honum annan séns EF hann sýnir okkur að hann hefur tekið þetta atvik alvarlega og frætt sig.mbl.is