Samfélagsmiðlar loga vegna Kate og fjölskyldu

Kate Hudson og fjölskylda.
Kate Hudson og fjölskylda. Skjáskot frá Golden Globe

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Kate Hudson sat með „búbblunni“ sinni í mestu makindum að horfa á Golden Globe-verðlaunahátíðina sem fór fram með Covid-sniði á sunnudagskvöldið.

Kate var tilnefnd til verðlauna og var hún ein af nokkrum sem útsendingin skipti inn á til að athuga stemminguna. Með Kate voru börnin hennar, eiginmaður, systkini og frægu foreldrarnir, Goldie Hawn og Kurt Russel. Voru þau öll peppuð og í sínu fínasta pússi. En fólk varð brjálað.

Fólk varð alveg stjörnubrjálað yfir því að Kate og fjölskylda skyldu leyfa sér að hittast og eiga notalega kvöldstund saman. Núna veit ég ekki hvernig reglurnar eru í US and A, en samkvæmt okkar mönnum, Þórólfi og Víði, þá megum við vera með okkar nánustu „búbblu“. Ég er nokkuð viss um að Kate og mamma hennar Goldie hittast á hverjum einasta degi og eru miklar vinkonur. Alla vega miðað við það sem ég þekki af þeim, og við vitum öll að ég er náin vinkona þeirra.

En samfélagsmiðlatröllin gefa engan afslátt, engan, og Twitter fór að sjálfsögðu af stað af fullum krafti með tilheyrandi flugeldasýningu.  

Ungfrú kóróna er víst enn á fullri ferð í Bandaríkjunum, sem útskýrir þessa miklu reiði.

Frétt frá: The National News.

 

mbl.is