Hefði viljað giftast Guðrúnu á staðnum

Rúnar Freyr Gíslason og Guðrún Jóna Stefánsdóttir.
Rúnar Freyr Gíslason og Guðrún Jóna Stefánsdóttir.

Leikarinn og verkefnastjóri Rúv, Rúnar Freyr Gíslason, bað Guðrúnu Jónu Stefánsdóttur um að giftast sér á dögunum.

Þau greindu frá trúlofuninni á Facebook á konudaginn en þau hafa verið saman í um áratug.

Rúnar mætti í viðtal til þeirra Loga Bergmanns og Sigga Gunnars og sagði þeim frá trúlofuninni sem átti sér stað á veitingastaðnum Ítalíu.

Hefði viljað giftast á staðnum

„Það var hakk þarna, það var lasanja. Við vorum á Ítalíu veitingastaðnum og það var konudagurinn. Ég hafði hugsað þetta í dálítið langan tíma og kýldi bara á þetta af því tilefni. Við vorum að fara út að borða, konudagurinn, ókei gerum þetta,“ segir Rúnar.

Rúnar segir að eftir að Guðrún játaði hefði hann helst viljað giftast strax.

„Ég vildi bara drífa í þessu, ég hefði verið til í að gera þetta á staðnum. Ég vil ekkert vera að hanga á þessu. Ég vil samt ekkert vera þekktur fyrir það að vera fljótur í öllu. Bara í því sem þarf að vera fljótur í,“ segir hann og hlær.

Viðtalið við Rúnar má nálgast í spilaranum hér fyrir neðan:

 

mbl.is