Sharon Stone deildi mynd frá íslenskum ljósmyndara

Sharon Stone deildi ljósmynd Harðar Kristleifssonar á Instagram-síðu sinni.
Sharon Stone deildi ljósmynd Harðar Kristleifssonar á Instagram-síðu sinni. Ljósmynd/Samsett

Leikkonan Sharon Stone deildi á dögunum mynd frá ljósmyndaranum Herði Kristleifssyni á Instagram-síðu sinni.

Myndina tók Hörður þegar svokölluð glitský voru vel sýnileg á himninum.

View this post on Instagram

A post shared by Sharon Stone (@sharonstone)

„Glitský yfir Íslandi fyrir nokkrum dögum. Mynd: Hörður Kristleifsson-h0rdur,“ skrifar Sharon við færsluna sem hún deildi en tæplega 40 þúsund manns hafa líkað við hana.

Instagram-síða Harðar er full af fallegum myndum frá Íslandi og er hann með yfir 356 þúsund fylgjendur.
mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist