Ruðningsleikmenn slá í gegn með kórsöng

Ljósmynd/Skjáskot

Landsliðsmenn í ruðningsliði Fídjíeyja voru staddir í New South Wales í Ástralíu á dögunum fyrir leik í NSW-ruðningsdeildinni.

Eftir að þeir höfðu klárað 14 daga sóttkví sameinuðust þeir í söng, þar sem hver og einn stóð úti á svölum hótelherbergis síns. Sungu þeir allir saman þjóðlag til þess að þakka starfsfólki hótelsins fyrir góðmennsku og góða þjónustu í þessar tvær vikur.

Hótelherbergin liggja í boga svo að hljóðið varð mjög gott, raddirnar ómuðu fallega út á götu fyrir gangandi vegfarendur og var eins og um atvinnukór væri að ræða.

Myndband af þessum hópsöng hefur farið sem eldur í sinu um netið og vakið mikla gleði og lukku meðal áhorfenda.

Söngurinn vakti enn fremur gleði meðal starfsfólksins og annarra hótelgesta, sem fylgdust með frá svölunum sínum eða frá gangstéttinni að neðan. Falleg og kraftmikil stund, þar sem tónlistin heldur áfram að dreifa gleði.

Frétt frá: Goodnewsnetwork.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist