Reyndi að brjótast inn á lóð Kim

Kim Kardashian.
Kim Kardashian. AFP

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Það á ekki af henni elsku vinkonu minni Kim Kardashian að ganga.  Í síðustu viku reyndi 24 ára maður sem glímir við andleg veikindi að brjótast inn á lóð hennar. Þegar öryggisteymi Kim stoppaði hann og spurði hvað hann vildi á þessari lóð, sagðist hann vera eiginmaður raunveruleikastjörnunnar sem hann var að sjálfsögðu ekki.

Öryggisverðir Kim afhentu lögreglunni manninn og var hann settur í 72 klukkustunda gæsluvarðhald á geðsjúkrahúsi. Maðurinn komst að sögn sjónarvotta í gegnum aðalhliðið á lóðinni og var stöðvaður þar.

Fjögur og hálft ár er nú liðið síðan Kim var rænd í París, og sagði hún eftir atvikið að hún væri með öryggisverði á hverju horni á lóð sinni og í kringum heimilið.

Öryggisverðir gæta einnig Kim á nóttunni og standa meðal annars fyrir utan herbergisdyr hennar á heimili hennar í Calabasas. Segir Kim að eftir Parísaratvikið sé það nauðsynlegt fyrir hana að vera með þessa gæslu, svo hún geti andað rólega.

Myndir frá heimili Kim:

View this post on Instagram

A post shared by @xclusiverealty

Frétt frá: Pagesix.mbl.is