Eygló og Arna Erlingsdætur fengu skemmtilega hugmynd á dögunum þegar þær ákváðu að taka „ungbarnaljósmynd“ af þeim sjálfum á afmælisdegi sínum sem er í dag.
Á myndinni liggja þær systur undir teppi, umkringdar plöntum og með Baileys-flösku liggjandi ofan á spjaldi þar sem aldur þeirra og áhugamál eru upptalin.
„Við fengum þessa hugmynd en mamma okkar setti hana svo inn eins og allar „ungar“ mömmur gera,“ segir Arna í samtali við blaðamann.
Arna segir mikilvægt að gleyma ekki húmornum þegar aldurinn færist yfir en þær systur fagna nú 480 mánaða afmæli sínu.