Vilja ísfyllt páskaegg hjúpað marengs

Páskarnir nálgast óðfluga.
Páskarnir nálgast óðfluga. mbl.is/Styrmir Kári

Þóra Kolbrá Sigurðardóttir umsjónarkona matarvefs mbl. mætti í morgunþáttinn Ísland vaknar og ræddi þar við þau um páskaeggin sem þegar eru byrjuð að streyma í búðir.

„Það koma alltaf ný páskaegg á hverju ári. Þið munið hvernig þetta var einu sinni það var bara til Nóa-páskaeggið, Góu-páskaeggið og Freyju-páskaeggið. Nú er aldeilis öldin önnur og nú keppast sælgætisfyrirtækin við að koma með ný og ný páskaegg á markað og yfirleitt er þetta eitthvað tengt einhverjum sælgætistegundum sem þau eru með. Þannig að Nói-Síríus var að tilkynna Eins setts-eggið, Góa var að frumsýna appólólakkrísbitaegg og ég hef ekki heyrt frá Freyju enn þá. En þetta er það sem verið er að gera og þessi egg klárast og það hefur verið reynslan undanfarin ár að þessi vinsælustu sælgætisegg þau eru bara farin,“ segir Þóra.

Kristín Sif, ein af þáttastjórnendunum, tók eitt sinn upp á því að grilla páskaegg og fara þær Þóra að ræða um hvað hægt sé að gera við páskaeggin.

„Þetta kom til mín hér og nú. Ég sé fyrir mér Kristínu fjarlægja tappann aftan úr, fylla þetta af ís og marengshjúpa. Það er ískökupáskaegg. Ef þú frystir eitthvað nógu mikið þá getur þú tæknilega séð bakað marengs yfir því. Ég segi að ísinn inni í egginu haldi súkkulaðinu nógu köldu til þess að brenna ekki þegar þú bakar marengsinn,“ segir Þóra.

Viðtalið við Þóru má nálgast í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan:

 

mbl.is