Þetta sækja konur í hjá rekkjunautunum

Samkvæmt könnuninni vilja konur herðabreiða karlmenn með húðflúr, brún augu …
Samkvæmt könnuninni vilja konur herðabreiða karlmenn með húðflúr, brún augu og skegg. Ljósmynd/Unsplash/Norbert Buduczki

Þau Ásgeir Páll, Jón Axel og Kristín Sif skoðuðu á dögunum könnun sem 4.500 konur tóku þátt í og snerist um það að komast að því hvaða karlmenn konur telja bestu rekkjunautana.

Þeir eiginleikar sem komu helst fram voru karlmenn með skegg en 73% kvennanna sögðu að sumar af þeirra bestu upplifunum hefðu verið með skeggjuðum mönnum.

Þá sögðu margar konur karlmenn með brún augu, göt á líkamanum, húðflúr og herðabreiðir vera góða rekkjunauta. Þeir væru villtari og það skilaði sér í kynlífinu.

Jón Axel túlkaði niðurstöðurnar á þann veg að konur sæktu í svokallaða „bad boy“-rekkjunauta.

Kvenkyns hlustandi sem hringdi inn svaraði því til að „augnlitur hefur ekkert með færni karlmanns í rúminu að gera, eða skegg. En ég verð að segja af því að þið voruð að tala um „bad boys“, það er eitthvað heillandi. Það er bara eitthvað við það,“ sagði hún en tók þó fram að hún myndi ekki vilja vera gift honum, bara hafa hann á hliðarlínunni.

Umræðurnar um bestu rekkjunautana má nálgast hér fyrir neðan:

 

mbl.is