Segir fullt af fleiri sögum á leið á yfirborðið

Brian Warner eða Marilyn Manson á sviði fyrir tveimur árum.
Brian Warner eða Marilyn Manson á sviði fyrir tveimur árum. AFP

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Ásakanir síðustu vikna á hendur Marilyn Manson voru víst bara toppurinn á stórum ísjaka.

Nokkrum vikum eftir að Evan Rachel Woods ásakaði Manson um ofbeldi á hendur henni, hefur þáttastjórnandinn Dan Cleary komið fram með fleiri ásakanir af öðrum toga.

Dan segir að margir vinir hans hafi starfað fyrir Manson í gegnum tíðina tengt tónlistinni, og hafi þeir allir lent í því að sími þeirra og tölvur hafi verið hakkað. Manson er að sögn Dan með háþróuð njósnatæki og faldar myndavélar settar upp heima hjá sér, og hver sá sem skráir sig inn á Wifi-ið hjá honum gefur honum aðgang að öllum persónulegum gögnum.

Manson hefur víst í gegnum tíðina fengið frægt fólk heim til sín , og reynt að fá það til að nota fíkniefni, sem hann nær svo á videóupptökur, samkvæmt Dan.

Dan segir einnig að það sé fullt af fleiri sögum á leið upp á yfirborðið af söngvaranum ógurlega.

Manson hefur neitað ásökunum Evan Rachel, og fjögurra annarra kvenna sem hafa stigið fram, en ég get alveg sagt ykkur það að ég trúi öllu upp á hann. Þar sem er reykur, er vanalega bál.

Frétt frá Perez Hilton.

mbl.is