Nýtt á Netflix og fleiri veitum

Fullt af nýjum þáttum og kvikmyndum er á Netflix og …
Fullt af nýjum þáttum og kvikmyndum er á Netflix og öðrum streymisveitum. Ljósmynd/thequotecatalog

Mikið af áhuga­verðu sjón­varps­efni er komið eða væntanlegt á Netflix og aðrar streym­isveit­ur á næst­unni en bíó­sér­fræðing­ur­inn Björn Þórir Sig­urðsson eða Bíó-Bússi stiklaði á stóru um þetta í morg­unþætt­in­um Ísland vakn­ar á K100.

Kvik­mynd­ir og þætt­ir sem komu út 25. febrúar:

Punky Brewster – Gamanþáttaröð – Peacock:

Vinsælir þættir um unga sniðuga stúlku á níunda áratugnum og fósturpabbann sem er að ala hana upp. Nú er sama leikkona mætt sem Punky sem er núna einstæð þriggja barna móðir.

Ski Bum: The Warren Miller Story - Discovery+ Heimildarmynd:

Hér er farið yfir magnaðan feril þessa skíðakvikmyndmyndaframleiðanda. Frá um 1950 elti hann á röndum helstu skíðasnillinga heims. Myndaði, klippti, hljóðsetti og var meira segja þulur. Hann ferðaðist svo um Bandaríkin og sýndi myndirnar. Myndin byggir á einlægu viðtali sem tekið var við hann í fyrra, rétt áður en hann lést 93 ára að aldri.

Kvik­mynd­ir og þætt­ir sem komu út 26. febrúar:

The United States vs. Billie Holiday (2021) – Hulu-kvikmynd:

Billie Holiday var mikil baráttukona og óþreytandi í að gagnrýna yfirvöld sem fundu sig knúin til að nota eiturlyfjaneyslu til að reyna að þagga niður í henni.

Billie Eilish: The World's a Little Blurry (2021) – Apple TV+ Heimildarmynd:

Myndin fjallar um ótrúlegt ris Billie Eilish og skyggnist á bak við tjöldin við upptökur og tónleikahald.

Black Renaissance – YouTube Originals:

Febrúar í Bandaríkjunum er tileinkaður sögu blökkumanna en í þessari mynd sem Google framleiðir eru skoðuð áhrif þeirra í íþróttum og skapandi greinum. Barack Obama, Michelle Obama og Kelly Rowland ásamt fleirum leiða okkur í sannleikann.

Kvik­mynd­ir og þætt­ir sem koma út 1. mars:

Biggie: I Got a Story to Tell (2021) – Netflix:

Sagan á bak við hip hop-goðsögnina Notorious B.I.G Biggie Smalls eða Christopher George Latore Wallace eins og hann hét fullu nafni. Í myndinni fæst innsýni í hans heims með áður óséðu myndefni.

Debris: Sería 1 (2021) 10 p.m., NBC:

Dularfullt geimrusl fellur til jarðar og undarlegir hlutir koma fyrir þá sem það snerta. Breskir og bandarískir starfsmenn leynilegrar stofnunar eru settir í að rannsaka málið. Smá X-files fílingur í þessu.

Kvik­mynd­ir og þætt­ir sem koma út 3. mars:

Moxie (2021) – Netflix-bíómynd:

Ung feimin stúlka fær nóg af kvenfyrirlitningu og eitruðu umhverfi og leitar innblásturs hjá móður sinni sem var ansi róttæk á yngri árum og gefur út bækling sem kveikir hressilega undir. Byggt á bók Jennifer Mathieu og leikstýrt af Amy Poehler sem leikur einnig móðurina.

Hámhorfsserían Black Sails - Hún fær 81% á Rotten Tomatos og 8.2 á IMDB -Fjórar þáttaraðir hafa verið gerðar, samtals 38 þættir allir til á Hulu:

Sagan er nokkurs konar forsaga Fjársjóðseyju Robert Louis Stevenson og gerist 20 árum áður. Kafteinn Flint og John Silver ásamt fleiri þekktum karakterum úr sjónræningjaheiminum takast á við bresk stjórnvöld um yfirráð yfir Nassau og skipum sínum. Eru svolítið hægir af stað en upp úr 3.-4. þætti fer þetta í gang. Michael Bay er einn af framleiðendum þáttanna.

mbl.is