Neyddist til að loka Instagram vegna hatursskilaboða

Chris Harrison og Rachel Lindsay.
Chris Harrison og Rachel Lindsay. Ljósmynd/Samsett

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Bachelor-vitleysan heldur áfram, en það gerðist um helgina að aðgerðasinninn og fyrrum Bachelorette-an Rachel Lindsey eyddi Instagramminu sínu.

Rachel hefur eftir viðtalið við Chris Harrison fengið yfir sig holskeflu af hatursfullum skilaboðum og athugasemdum á flestum samfélagsmiðlum, og helst Instagram. Var hatrið orðið svo mikið að hún fann sig knúna til að loka miðlinum.

Ég veit eiginlega ekki alveg hvað er að gerast. Ég hef aldrei upplifað jafn mikla ólgu og hatur í Bachelor-heiminum. Rachel ber að sjálfsögðu enga ábyrgð á orðum Chris Harrison, en svo virðist sem fólki finnist hún gera það.

Van Lathan, vinur Rachel og hlaðvarpsþáttastjórnandi, ræðir þetta mál á Instagram, og segir að nú sé komið nóg. Rachel sé að fá það mikið hatur yfir sig að það sé ógeðslegt.

View this post on Instagram

A post shared by Van Lathan (@vanlathan)

Ég hef fylgst lengi með Rachel og veit að hún er sterk kona, en sterkar konur geta líka bognað. Ég vona að hún komi fljótt til baka aftur.

Annars hefur það verið staðfest að Emmanuel Acho mun taka við Chris Harrison í lokaþættinum, After the final rose.

Ég sagði ykkur frá því í síðustu viku að hann væri í umræðunni og var það staðfest um helgina.

Þetta verður athyglisverður lokaþáttur á "the most dramatic season of all times“ eins og hann Chris Harrison mundi orða það.

mbl.is