Hefur dag barnanna á hvatningarorðum

Skjáskot/Instagram

Leikskólakennari í Ohio fer skemmtilegar leiðir í kennslu og fær meðal annars börn á leikskólanum til þess að fara með daglegar staðfestingar á kraftinum sem innra með þeim býr.

Hún kallar fram kraftmikil orð sem börnin endurtaka heilshugar, þar sem hún fær þau til að segja að þau séu sterk, þau séu hæfileikarík, þau séu klár, þau séu svo svo sérstök, þau geti gert allt, og fær þau svo til að senda kossa til klára og duglega heilans síns og eiga frábæran dag.

Þegar hún fer með þessi mögnuðu orð stendur hún við hliðina á glæru uppi á töflu þar sem orðin eru listuð ásamt myndum og litríku letri. Þetta er frábær leið til þess að byrja daginn sinn, þar sem við þurfum oft að minna okkur á þetta.

Það skiptir miklu máli að vera í liði með sér, hvetja sig áfram og vera sinn besti vinur. Áfram sjálfsást og umhyggja og ég mæli með því að grípa til þessara orða þegar við förum eitthvað að efast um okkur.mbl.is