Sjálfboðaliðar rækta mat fyrir fólk í fjárhagserfiðleikum

Urban Food Forest At Browns Mill á Facebook

Í Atlanta í Bandaríkjunum er stórt skóglendi stútfullt af ýmsum jurtum og plöntum sem hægt er að borða og nýta við matargerð. Skóglendið er í Suðaustur-Atlanta þar sem langt er í matvöruverslanir og erfitt getur verið fyrir íbúa í hverfinu að verða sér úti um hollan og góðan mat.

Því hafa samtökin Urban Free Food Forest í Bron Mills tekið að sér að rækta matjurtir, grænmeti og fleira á svæðinu og hafa hingað til þúsundir sjálfboðaliða hjálpað til við ræktun og undirbúning matar fyrir fólk í kring, því að kostnaðarlausu.

Fyrir löngu var skóglendið bóndabær sem tekinn var úr umferð fyrir byggingu sem var aldrei notuð. Árið 2016 keypi Atlanta Conservation Fund landið og styrkti verkefnið, sem blómstrar í dag.

Maður að nafni Michael McCord er sérfræðingur í trjám, skóglendi og matjurtum og hjálpar til við að stjórna Urban Free Food Forest-verkefninu. Hann segir að aðgengi að grænu landsvæði og hollum mat sé mjög mikilvægt og það sé hluti af ætlunarverki þeirra. Verkefnið er mikilvægt fyrir samfélagið þar sem mikill hluti íbúa býr við fjárhagsörðugleika og takmarkað aðgengi að mat.

Matarskógurinn hefur fengið til sín fjöldann allan af nemendum í vettvangsferðir þar sem margir eru að heimsækja slík svæði í fyrsta skipti á ævinni. McCord segir þetta opna augu margra fyrir tækifærum og ávinningum sem liggja í vistvænni ræktun, sem hann segir ótrúlega mikilvæga vitundarvakningu. Frábært framtak!

Frétt frá: Tanksgoodnews.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist