Hjálpar Jóni að verða samfélagsmiðlastjarna

Ljósmynd/Samsett

Binni Löve mætti í morgunþáttinn Ísland vaknar og ræddi þar við þau Kristínu Sif, Ásgeir Pál og Jón Axel um það hvernig eigi að verða fræg samfélagsmiðlastjarna.

Jón Axel hefur unnið staðfastlega að því að verða frægur á Instagram og mætir Binni reglulega í þáttinn til þeirra þar sem hann hjálpar honum að fá fylgjendur.

Í þættinum á föstudaginn kom í ljós að Binni getur tekið góða Bubba-eftirhermu og stefna þau að því að taka gott símaat næst þegar hann mætir.

Umræðurnar um samfélagsmiðlana og ýmsar eftirhermur má sjá í þættinum hér fyrir neðan:

 

mbl.is