Reyndi að selja skartgripi sem hann keypti fyrir Kim

Kanye hefur mokað skarti í Kim í gegnum árin sem …
Kanye hefur mokað skarti í Kim í gegnum árin sem metin eru á margar milljónir dollara. AFP

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Samkvæmt fréttum vestanhafs hefur Kanye West síðustu tvær vikurnar reynt að selja tvo skartgripi sem hann keypti rétt fyrir skilnaðinn við Kim, því hann vill ekki láta neitt minna sig á fortíðina.

Kanye endaði þó á því að selja ekki skartið, og ég meina, hann getur alltaf gefið North það þegar hún verður eldri. Heimildarmaður segir að það hafi verið vilji Kanyes að halda hjónabandinu gangandi, en Kim hafi verið búin að gera upp hug sinn og viljað skilja.

Kanye hefur mokað skarti í Kim í gegnum árin sem metið er á margar milljónir dollara, og mögulega sá hann skilnaðinn ekki koma, fyrst hann var búinn að fjárfesta í nýjum demöntum.

Kanye sást í fyrsta skipti síðan skilnaðurinn var tilkynntur á mánudaginn, og var hann ekki með giftingarhringinn. Er það í fyrsta sinn sem hann sést án hans, en Kim var löngu hætt að bera sinn hring.

Elsku kallinn. Ætli hann bölvi forsetaframboðinu sínu mikið? Því það fíaskó er talið hafa fyllt mælinn hjá Lady Kim.

Frétt frá: The-sun.

 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist