Lærði steppdans í Covid

Skjáskot/Instagram

Það er magnað hvað heimurinn býr yfir mikilli fjölbreytni og getur alltaf verið að kenna manni eitthvað nýtt.

Áhugamálum sem tilveran býr yfir eru engin takmörk sett og undanfarið ár kannast eflaust margir við að hafa uppgötvað eitthvað nýtt og skemmtilegt sem þeir hefðu kannski annars ekki pælt í.

Ég rakst á ótrúlega skemmtilegt myndband af mæðginum sem hafa mjög gaman af því að dansa steppdans saman. Móðirin er kona að nafni Lizzie og hún kenndi 8 ára gömlum syni sínum steppdans í Covid, á meðan lítið var að gera og fólk átti að halda sig heima.

Drengurinn er orðinn mjög fær í þessu eftir 9 mánaða þjálfun heima fyrir og er greinilegt að þau hafa mjög gaman af því að dansa saman og steppa í gegnum daginn. Það er svo gaman að sjá hvað dansinn getur veitt mikla gleði!

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist