Karlmenn sem tala illa um barnsmæður sínar eru ósexý

Ljósmynd/Unsplash/Ben White

Kristín Sif rak augun í færslu á Facebook þar sem spurt var „Hvað finnst þér mest ósexý í fari manna sem þið eruð að deita?“ Í morgunþættinum ræddu þau svo atriðin sem komu upp á listanum og fengu upplýsingar fá hlustanda sem hringdi inn.

Á listanum kemur meðal annars fram að ósexý hlutir í fari karlmanna séu; Ef þeir eru fílupúkar, ábyrgðarlausir, karlmenn sem tala illa um mæður sínar og barnsmæður, ef þeir eru skítugir með ósnyrtilegar neglur og skítugar tennur.  

Besservisserar óspennandi fólk

„Ég er sammála með skítugar tennur það er ógeðslegt og skítugt hár,“ segir hlustandinn sem hringdi inn. Hún bætir svo við: „ Og svo fer ógeðslega í taugarnar á mér fólk sem eru svona „besservisserar“ án þess að eiga fyrir því.“

Aðspurð út í það hvernig fólk gæti þá komið sér af stefnumóti sjái það fram á einhverja af þessum ókostum segir hún mikilvægt að velta því fyrst fyrir sér hvort ókosturinn sé eitthvað sem hægt sé að laga.

„Fyrst hugsar maður er þetta eitthvað sem er hægt að laga eða er þetta „lost case.“ Eru fínar tennur þarna undir eða er hann bar auli sem kann ekki að tannbursta sig. Maður þarf að gá hvað maður er að vinna með,“ segir hún.

Umræðurnar má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan:

 

mbl.is