Glatt á hjalla þegar bingóið sneri aftur

Siggi Gunnars að stýra bingóinu í gærkvöldi. Glöggir lesendur sjá …
Siggi Gunnars að stýra bingóinu í gærkvöldi. Glöggir lesendur sjá glitta í Einhyrnings höfuð í bakgrunni en hann sá um að halda uppi stuðinu með dúndrandi tónlist. Eggert Jóhannesson

Bingóþyrstir landsmenn gátu tekið gleði sína á ný í gærkvöldi þegar bingóþáttur Mbl.is, K100 og Morgunblaðsins fór aftur af stað eftir nærri tveggja mánaða pásu. Sigurður Þorri Gunnarsson bingóstjóri og Eva Ruza sáu um að draga út æsispennandi vinninga og var þátttakan góð.

„Það var svo gaman að komast aftur af stað með bingóið í gær. Mikil og góð orka frá áhorfendum sem greinilega voru orðnir bingóþyrstir,“ sagði Siggi Gunnars eftir þáttinn í gær. „Við brydduðum einnig upp á nýjungum þar sem áhorfendur gátu hringt inn í beina útsendingu og unnið vinninga. Það heppnaðist vel og munum við halda áfram að bæta við þáttinn sem er sannkölluð fjölskylduskemmtun með bingói, leikjum, tónlist og gleði.“

Líkt og í fyrri bingóþáttum fengu þau Siggi Gunnars og Eva til sín góða gesti, og tók stórsöngvarinn Valdimar lagið, meðan gítarleikarinn Örn Eldjárn spilaði undir.

Valdimar mætti og flutti ljúfa tóna ásamt Erni Eldjárn.
Valdimar mætti og flutti ljúfa tóna ásamt Erni Eldjárn. Eggert Jóhannesson

Haldið verður áfram með bingóið næstu vikurnar og verður það næst haldið á fimmtudaginn eftir viku í beinni útsendingu kl. 19.00. Frekari upplýsingar um bingóið má finna á mbl.is/bingo

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir