Klara og Bomarz gefa út ábreiðu af Anyone

Bomarz og Klara.
Bomarz og Klara. Ljósmynd/Aðsend

Söngkonan Klara og tónlistarmaðurinn Bomarz gefa út ábreiðu af laginu Anyone með Justin Bieber. Lagið verður aðgengilegt á Spotify á morgun, föstudag. 

Klöru þekkja margir úr hljómsveitinni Nylon, en hún hefur einstaka rödd sem fær að njóta sín vel í þessari útgáfu.

Klara og Bomarz tóku lagið saman í Betri Stofunni á FM957 sem vakti mikla athygli og í framhaldi ákváðu þau að fara í stúdíó og gefa lagið út.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir