„Vorið er að koma og það er stórkostlegt“

Ljósmynd/Unsplash/Aniket Bhattacharya

Það tengja eflaust margir við að finna fyrir mikilli gleði þegar að sólin skín. Vorið býr yfir mikilli von og við og við þegar að veðrið er fallegt fáum við áminningu um að vorið kemur vissulega.

Það er svo mikilvægt að leyfa sér að staldra við og leyfa gleðinni að taka yfir þar sem við drögum andan djúpt og leyfum góðu tilfinningunum að ráða förinni. Ég rakst á ofur krúttlegt myndband af lítilli stelpu sem var í bíltúr með fjölskyldu sinni og var í ofur góðum gír.

Hún hrópar upp; „Þetta er stórkostlegt!“ Og þegar að móðir hennar spyr hvað sé stórkostlegt segir hún einfaldlega það að vorið sé að koma. Grasið sé að verða grænt, sólin skíni og hún finni fyrir vorinu djúpt í beinunum sínum.

Svo einlæg og skemmtileg viðbrögð og þar sem ég sit við skrif uppi í sumarbústað og sólin skín inn um gluggann er ekki laust við að ég finni fyrir mætti vorsins og vonarinnar og það er alveg stórkostlegt!

mbl.is