Skjálftinn í beinni: Stína hljóp undir hurð en Þór dansaði

Þór og Stína í stúdíóinu í morgun.
Þór og Stína í stúdíóinu í morgun.

Myndavélar ganga í stúdíói K100 allan daginn og þannig geta hlustendur fylgst með hvað er í gangi á bakvið tjöldin. Það kemur sér sérstaklega vel þegar jarðskjálftar ríða yfir eins og í morgun þar sem viðbrögð þeirra Kristínar Sifjar og Þórs Bæring sáust í beinni. Stínu var greinilega brugðið og hljóp hún beint undir hurðarkarm en Þór var hinn rólegasti og dansaði við lagið sem var í spilun.

„Ég hefði átt að hlæja aðeins meira af Helga Hrafni, gott á mig!“ sagði Stína í kjölfar þess að hún hljóp beint undir hurðarkarminn.

Sjáðu kostulegt myndband af Facebook-síðu K100 hér að neðan.

mbl.is