Huginn með nýtt lag: „Ég er umkringdur liði en samt einmana“

Tónlistarmaðurinn Huginn.
Tónlistarmaðurinn Huginn. Ljósmynd/Aðsend

Tónlistamaðurinn Huginn gefur út nýjan poppsmell á miðnætti í kvöld, Geimfarar

Huginn hefur verið einn vinsælasti tónlistarmaður landsins frá því hann gaf út plötuna
Eini Strákur árið 2018.

Geimfarar er persónulegt lag frá Hugin, sem snýst um að vera umkringdur fólki en samt upplifa sig einmana. Þrátt fyrir þungann í textanum hefur lagið að geyma góðar víbrur, von um betri daga og drauma framtíðarinnar.

„Ég er umkringdur liði en samt einmana, fer úr núll upp í hundrað eins og geimfarar.“

Pálmi Ragnar sá um að pródúsera lagið, en hann hefur samið helstu smelli landsins síðustu ár með ótrúlegum árangri fyrir Bríet, Jón Jónsson, Friðrik Dór, Aron Can og fleiri.

Huginn verður gestur þeirra Loga Bergmann og Sigga Gunnars í síðdegisþættinum á K100, á morgun kl. 17.10.

mbl.is