Biden gerði Chrissy greiða: „Loksins er ég frjáls!“

Draumur Chrissy Teigen rættist á Twitter í janúar þegar forsetinn …
Draumur Chrissy Teigen rættist á Twitter í janúar þegar forsetinn sjálfur, Joe Biden, byrjaði að followa hana. Ljósmynd/Samsett

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Draumur Chrissy Teigen rættist á Twitter í janúar þegar forsetinn sjálfur, Joe Biden, byrjaði að followa hana.

Forsagan af þessu máli er sú að Donald Trump blokkaði Chrissy frá Potus reikningnum vegna þess hversu dugleg hún var að gagnrýna hann. Eftir að Joe Biden var settur í embætti sendir Chrissy frá sér ákall til nýja forsetans þar sem hún grátbað hann um að followa sig, sem hann gerði.

Chrissy varð yfir sig glöð, en það var í stuttan tíma. Chrissy uppgötvaði nefninlega að eftir að Joe byrjaði að followa hana, að hún var ekki jafn öflug að henda frá sér tvítum. Nærvera forsetans var s.s. að trufla hana. Því sendi hún frá sér ákall til forsetans á ný sem hljóðaði svona: „I have tweeted a handful of times since the treasured Potus following. In order for me to flourish as me, I must ask you to please lord unfollow me.“

Biden brást strax við beiðninni og hætti að elta the Queen of Twitter. Við vitum það, því Chrissy henti frá sér tvíti um leið og gjörningurinn átti sér stað og sagði: „Loksins er ég frjáls!“

Það er spurning hvort hún eigi einhverja fleiri forsetagreiða inni hjá kónginum, eða hvort hún hafi splæst þeim öllum í Twitter greiða?

Frétt frá Tmz.

mbl.is