Fjölskyldubingó mbl.is fer aftur af stað á fimmtudaginn næsta klukkan 19:00. Þar færa þau Siggi Gunnars og Eva Ruza fjölskyldum landsins bingótölurnar beint heim í stofu.
Valdimar verður gestur þáttarins að þessu sinni og með honum verður Örn Eldjárn.
Ásamt Sigga og Evu verður furðu DJ-inn áfram í setti, tóm gleði og fullt af stórglæsilegum vinningum.
„Ég er að springa úr spenningi fyrir því að fara aftur af stað með bingóið, er eiginlega búinn að vera hálfgerðum á bingóbömmer síðan fyrsta þáttaröðin okkar kláraðist um áramót. Við ætlum að halda í sömu gleðina og einkenndi þættina fyrr í vetur og gefa frekar í ef eitthvað er. Ég vona að sem flestir verði með okkur á fimmtudagskvöld og nái sér í spjald tímanlega,“ segir Siggi Gunnars bingóstjóri.
Allar upplýsingar um þátttöku og útsendingu má finna með því að smella hér. Allar fyrirspurnir vegna bingósins er hægt að senda á bingo@mbl.is.