Sást með demantshring á baugfingri

Skjáskot/Instagram/Tristan Thompson

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Ég trúi varla að ég sé einn eina ferðina að fara að ræða þetta mál, en ég er stjörnufréttakona og þetta er starf mitt. Ég bara verð.

Khloé Kardashian og Tristan Thompson eru endalaust að henda olíu á slúðureldinn, en Khloé birti mynd af sjálfri sér um helgina í g-streng og ökklaskóm og tilkynnti fylgjendum sínum á Instagram að von væri á skólínu frá Good Americans.

Hingað til hefur hún einbeitt sér að því að búa til íþróttaföt og gallabuxur, en er greinilega á leið í skóbransann líka. En hvorki skórnir né hálfber bossinn vöktu athygli mína.

Það sem vakti athygli mína var risastór demantshringur sem var á baugfingri Khloé. Hún sást fyrst með hringinn í desember í fyrra, þegar hún var í Boston að heimsækja Tristan, en hann spilar með Boston Celtics í NBA-deildinni.

Sagan segir að Tristan hafi gefið henni þennan demantshring, en þetta sé víst ekki trúlofunarhringur heldur svokallaður „promise ring“. Kappinn hefur eytt síðasta ári í að bæta upp fyrir framhjáhaldsskituna sem hann náðist í, og ég held að Khloé sé tilbúin að taka hann aftur svei mér þá. Ég spái öðru barni hjá þeim fyrr en seinna.

Frétt frá: Lifeandstylemag.

 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist