Sænsk-íslenskur tónlistarmaður nýtur velgengni

Sænsk-íslenski tónlistarmaður Freyr.
Sænsk-íslenski tónlistarmaður Freyr. Ljósmynd/WeiWei

Freyr Rögnvaldsson er sænsk-íslenskur tónlistarmaður sem hefur getið sér gott orð undanfarið. Lagið hans Ride the Stream var talsvert spilað í útvarpi hér á landi í fyrrasumar en nýlega gaf hann út lagið Nicotine Bunker.

Lagið fór beint í spilun á New Music Friday Sweden lista hjá Spotify og New in Singer-Songwriter hjá Apple Music.

Freyr er sonur Rögnvaldar Ingþórssonar, sem lengi vel var svarið við einni af spurningunum í íslenska Trivial Pursuit sem fáir gátu svarað: „Hverjir kepptu fyrir Íslands hönd í skíðagöngu á Ólympíuleikunum í Albertville 1992?“ Þá er Freyr sonarsonur Ingþórs Bjarnasonar sem gekk fyrstur Íslendinga yfir Grænlandsjökul og á suðurpólinn. Freyr er uppalinn í Svíþjóð og býr hann í Stokkhólmi en heldur eftir bestu getu tengslum við Ísland.

Fyrir rúmu ári komst Freyr á samning hjá kanadíska útgáfufyrirtækinu Nettwerk Music Group og hefur síðan þá gefið út níu lög.

Myndband við nýjasta lag Freys má nálgast í spilaranum hér fyrir neðan en tilkynnt hefur verið um útgáfu breiðskífu þann 28. maí.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir