Sló heimsmet með stærstu teikningu í heimi

Ljósmynd/Crayola

Dyyamond Whipper-Young er listakennari frá Philadelphiu, Bandaríkjunum sem hefur mjög gaman af frelsinu sem fylgir sköpunargleðinni.

Hún sló á dögunum heimsmet fyrir stærstu teikningu í heimi, sem var heldur betur risastór eða um 605 fermetrar að stærð. Listasafnið The Franklin Institute í Philadelphiu stóð fyrir þessu skemmtilega framtaki undir nafninu Crayola IDEAworks exhibition.

Reynt er á sköpunargleði safngesta þar sem þeir geta notast við Crayola-vörur til þess að teikna og lita og geta velt fyrir sér áhugaverðum spurningum á borð við hvernig eigi að hanna vistvæna borg.

Okkar kona Dyyamond teiknaði samtals í 63 klukkutíma á fimm dögum til þess að ljúka við heimsmetateikningu sína og var ótrúlega ánægð með framtakið. Hún segist einlægt trúa því að sköpunargleðin sé innra okkur öllum og tilgangur þessarar sýningu sé að veita fólki innblástur til þess að finna sína eigin sköpunargleði.

Hún segist enn fremur ótrúlega þakklát fyrir að fá að sýna eigin list og það hlýtur að hafa verið skemmtilegt að ná að slá heimsmet í teikningu! Sköpunargleði eins getur verið gjörólík annars og það er mikilvægt að við leyfum okkur að vera samkvæm okkur sjálfum. Greinilega mjög skemmtileg sýning hér á ferð og lifi sköpunargleðin.

Frétt frá: Goodnewsnetwork.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist