Skömmuð fyrir að fá sér bóluefni á undan öðrum

Amanda bað fólk að sýna henni skilning og samúð.
Amanda bað fólk að sýna henni skilning og samúð. Skjáskot/Instagram

Amanda Kloots, eiginkona Broadway-stjörnunnar Nicks Cordero sem lést síðastliðið sumar úr Covid-19, hefur fengið að heyra það á samfélagsmiðlum.

Amanda, sem er nú einstæð móðir eftir fráfall Nicks, sýndi frá því spennt á Instagram um helgina þegar hún fékk bóluefni fyrir veirunni skæðu.
Í kjölfarið kom yfir hana holskefla af skilaboðum frá fólki sem var ósátt við að hún væri að troða sér fram fyrir „í röðinni“.

Í Bandaríkjunum gilda sömu reglur og hér, og er framlínufólk og eldra fólkið í forgangi.

Amanda bað fólk að sýna henni skilning og samúð. Hún væri eingöngu að reyna að verja sig og litla son sinn, hann Elvis, og eftir dauða Nicks væri hún gríðarlega hrædd við Covid-19.

Amanda beið í nokkra klukkutíma í röð eftir sprautunni og  virkar þessi röð víst þannig að fyrst er forgangshópurinn bólusettur og ef afgangur er af bóluefninu fá þeir sem eru á staðnum sprautu. Því fer ekkert bóluefni til spillis.

View this post on Instagram

A post shared by AK! ⭐️ (@amandakloots)

Frétt frá: Pagesix.

 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist