Segir kannski brussusögur i beinni

Anna Margrét Káradóttir sat fyrir svörum í Sunnudagsmogganum.
Anna Margrét Káradóttir sat fyrir svörum í Sunnudagsmogganum. Kristinn Magnússon

Anna Margrét Káradóttir er nýr liðsmaður K100 en hún stýrir útvarpsþættinum „Helgarútgáfan“ á laugardagsmorgnum ásamt Einari Bárðar og Yngva Eysteins frá 9 til rúmlega 12. Anna sat fyrir svörum í Sunnudagsmogganum í gær þar sem lesendur fengu að kynnast þessari hressu og skemmtilegu konu betur.

Hver er konan?

Hún er utanbæjartútta, tónlistarkona, leikkona, aðstoðarforstöðumaður félagsmiðstöðvar og núna útvarpskona! Svo er ég mjög seinheppin manneskja. Ég kveikti eitt sinn í hárinu á mér og svo er ég mjög gjörn á að detta upp stiga. Kannski segi ég brussusögur í beinni!

Hefur þú verið að vinna sem leikkona?

Já, en ég hef aðallega verið að einbeita mér að tónlistinni. En ég var að leika í Frystiklefanum á Rifi þar sem ég setti upp mína eigin sýningu.

Hvernig kom það til að þú fórst í útvarp?

Það var haft samband við mig og mér boðið þetta góða tækifæri sem ég gjörsamlega stökk á. Ég var ótrúlega tilbúin í þetta. Við erum þrjú með þáttinn, ég, Einar Bárðar og Yngvi Eysteins. Ég þekkti þá ekki áður en við smullum saman og viðtökurnar hafa verið góðar.

Hvað heitir þátturinn?

Hann heitir Helgarútgáfan og er á K100. Þetta er hressandi mannlífsþáttur þar sem við förum yfir hvað er að gerast um helgina. Svo hringjum við í skemmtilegt fólk og spilum tónlist inn á milli.

Þú ert ekkert að taka lagið í þættinum?

Nei, ég er nú ekki að því þarna en var reyndar sjálf að gefa út mitt fyrsta lag á föstudaginn sem heitir Red Flags.

Það er kannski þess vegna að þú fórst að vinna við útvarp, svo lagið þitt kæmist í spilun?

Nei, það er samt ótrúlega skemmtileg tilviljun og mikið búið að gera grín að þessu í vinahópnum.

Ekki missa af Helgarútgáfunni á K100 á laugardagsmorgnum frá 9 til rúmlega 12. Besta leiðin til að komast inn í helgina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir