Klifra aftur upp á toppinn

Jón Jónsson og GDRN flytja lagið Ef ástin er hrein. Ljósmynd/Skjáskot/RÚV

Í síðustu viku var það The Weeknd sem sat í fyrsta sæti Tónlistans með lagið sitt Save Your Tears og tónlistarfólkið Jón Jónsson og GDRN voru í öðru sæti með lagið Ef ástin er hrein.

Tónlistinn, 40 vinsælustu lög landsins, er unninn upp úr gögnum frá Félagi hljómplötuframleiðenda og er eini opinberi vinsældalisti landsins. DJ Dóra Júlía kynnir listann á sunnudögum á K100 á milli 16:00 og 18:00. Meðal gagna sem notuð eru við vinnslu listans eru spilanir á Spotify.

Í þessari viku er það The Weeknd sem er hástökkvari vikunnar með lagið In Your Eyes og hækkar hann sig um 23 sæti frá því í síðustu viku og situr nú í 9. sæti. The Weeknd er því með þrjú lög á toppnum þessa vikuna; In Your Eyes, Blinding lights og Save Your Tears, öll af plötunni After Hours sem kom út fyrir tæpu ári, sem verður að teljast mjög góður árangur.

Nýtt lag á listanum sem notið hefur mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum er Wellerman – Sea Shanty/ 220 KID x Billen Ted Remix sem situr í 35. sæti.

Það er spennandi að sjá hvaða lög eru á lista þessa vikuna og hvaða smellur situr á toppnum.

Tíu vinsælustu lög landsins þessa vikuna:

Í 10. sæti sitja Lil Tjay og 6LACK (borið fram black) með lagið Calling My Phone, sem er jafnframt nýtt á lista

Í 9. sæti er lagið In Your Eyes – The Weeknd

Í 8. sæti situr The Weeknd með ofur slagarann Blinding Lights

Í 7. sæti er tónlistarmaðurinn Auður með lagið fljúgðu burt dúfa

Í 6. sæti eru þeir Birnir og Páll Óskar með gleðibombuslagarann Spurningar

Í 5. sæti situr Bríet með fyrrverandi topplag tónlistans margar vikur í röð, Rólegur kúreki

Í 4. sæti er hjartaknúsarinn Friðrik Dór með nýjasta lag sitt Segðu mér

Í 3. sæti er Olivia Rodrigo með lagið driver's license

Í 2. sæti er The Weeknd með lagið Save Your Tears, sem fellur af toppnum frá því í síðustu viku

Í 1. sæti sitja Jón Jónsson og GDRN með lagið Ef ástin er hrein

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir