Hannaði sitt eigið Oreo-kex

Ljósmynd/Samsett

Nýjasti hittarinn frá Lady Gaga er ekki tengdur tónlistinni, heldur Oreo-kexi. Lady Gaga fór í samstarf við Oreo í lok síðasta árs og hannaði sitt eigið Oreo-kex sem hefur heldur betur slegið í gegn. 

Er það innblásið af nýjustu plötunni hennar „Chromatica“ og er grænt og bleikt á litinn.

Aðdáendur Gaga eru duglegir að pósta frá því á Instagram og Twitter þegar þeir næla sér í pakka og er gríðarlegur spenningur meðal aðdáenda Gaga fyrir því. Það eru meira að segja komin hin ýmsu förðunarmyndbönd í gang innblásin af kexinu.

Oreo er þekkt fyrir að leita út fyrir kassann og hefur til að mynda hannað kexið fræga í samstarfi við Game of Thrones. Talsmaður Oreo segir að þau hafi fengið hugmyndina í fyrra þegar heimurinn fór í „lockdown“ og ákveðið að fara í samstarf með Lady Gaga.

Kexið er því miður bara til í Bandaríkjunum í takmarkaðan tíma.

Frétt frá: Variety.

View this post on Instagram

A post shared by Lady Gaga (@ladygaga)

View this post on Instagram

A post shared by ISRAEL (@israngelito)
mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist