Rafrænn vettvangur fyrir dýraunnendur

Ljósmynd/Unsplash/The Lucky Neko

Netið er risastór heimur af hinum ýmsu upplýsingum og öflum, góðum og slæmum. Þegar mann vantar eitthvað uppbyggilegt eða skemmtilegt er engum blöðum um það að fletta að þú getur flett slíku upp á netinu og fundið fyrir hlýju og gleði.

Margir hafa mjög gaman af krúttlegum dýramyndböndum og jákvæðum fréttum um dýr og gerðar hafa verið ýmsar rannsóknir á því hvað það getur haft góð áhrif á sálarlífið að fylgjast með slíku.

Heimasíðan thedodo.com og facebook-síða þeirra er frábær vettvangur fyrir þá sem elska dýr og vilja í stundarkorn gleyma sér og horfa á skemmtileg myndbönd sem eru ekki síður mikilvæg.

Þau hjá Dodo eru að byggja upp rafrænan vettvang fyrir alla sem elska dýr og vellíðan dýra. Markmið þeirra er að deila tilfinningalegum og sjónrænum myndböndum sem vekja upp jákvæðar tilfinningar hjá áhorfendum, ásamt ýmsu fyndnu, léttu og skemmtilegu.

Enn fremur vekja þau athygli á dýraathvörfum og sýna frá munaðarlausum dýrum sem finna góð heimili.

Frábær leið til þess að brjóta upp á hefðbundinn fréttalestur og fá ráðlagðan dagskammt af krúttlegheitum.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist