Ljósmyndabók með hvolpum og hnetusmjöri

Ljósmynd/Greg Murray / Peanut Butter Puppies

Ljósmyndarinn Greg Murray gaf á dögunum út ljósmyndabók undir nafninu Hnetusmjörshvolpar eða Peanut Butter Puppies.

Í bókinni myndar Murray 70 hvolpa frá um 30 mismunandi dýraathvörfum sem eru í leit að heimili. Eina sem hann þurfti fyrir tökurnar var gólf sem var auðvelt að þrífa, hnetusmjör og þessir 70 ólíku og dásamlegu hvolpar.

Ljósmynd/Greg Murray / Peanut Butter Puppies

Hann segir þetta hafa verið kaotískt á mjög skemmtilegan hátt og hann elski að mynda hvolpana, sem voru ljósmyndaðir við það að gæða sér á hnetusmjöri.

Útkoman var ofurkrúttleg og hafa nú allir hvolparnir fengið heimili. Hluti af sölu bókarinnar rennur svo til dýraathvarfa.

Ljósmynd/Greg Murray / Peanut Butter Puppies

Murray er mikill talsmaður þess að ættleiða dýr af dýraathvörfum og á sjálfur tvo hunda frá athvarfi sem heita Leo og Kensie. Í bókinni tekur hann fram að varast skuli að nota mikið af hnetusmjöri. Frekar eigi að notast við litla skammta af alveg náttúrulegu hnetusmjöri, þar sem þetta getur verið skemmtilegt nammi fyrir hundana í litlu magni.

Ljósmynd/Greg Murray / Peanut Butter Puppies

Hann segist vona að myndirnar dreifi gleði þar sem fólk þurfi á brosum og hlátri að halda og honum finnst hann alveg ótrúlega heppinn að geta unnið að þessu skemmtilega verkefni með skemmtilegum dýrum.

Sjón er sögu ríkari og þessar myndir ættu að geta hjálpað okkur með daglegan skammt af krúttlegheitum.

Frétt frá: Today.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist