Segir Friðrik Dór dauðan: „Ég sá eitthvað sem ég átti ekki að sjá“

Ljósmynd/Samsett

„Hæ takk fyrir að hringja ef þú ert með einhverjar upplýsingar um hvarf Friðriks Dórs þá máttu endilega deila þeim með mér. Einnig ef þú varst á tónleikum á Kaplakrika og sást eitthvað grunsamlegt þá vil ég líka fá að vita af því. Ég er með rannsókn í gangi og ég mun komast að því hvað varð um Friðrik Dór, ég hætti ekki fyrr en ég kemst að sannleikanum. Plís skildu eftir skilaboð ef þú hefur einhverjar upplýsingar. Þetta skiptir mig miklu máli, takk já takk aftur.“

Á þessum orðum hefst símsvari sem Villi Neto stendur fyrir en hann mætti í morgunþáttinn Ísland vaknar þar sem hann deildi því með hlustendum K100 að hann hefði miklar áhyggjur af hvarfi Friðriks Dórs.

Segist hafa sannanir fyrir því að Friðrik Dór sé dauður

„Það er nú bara þannig að Friðrik Dór er dauður og ég er með sannanir fyrir því sem munu koma fram í því hver drap Friðrik Dór í næstu viku  þann 25 í Sjónvarpi símans,“ segir Villi.

Aðspurður að því hvort þetta sé nú ekki bara einhver misskilningur svarar Villi því neitandi.

„Nei þetta er bara því miður dagsatt og sannleikurinn mun koma í ljós sko þrátt fyrir að málið sé búið að vera með eitthvað vesen. Ég hef miklar áhyggju af Frikka og bransanum á Íslandi,“ útskýrir hann.

Sá eitthvað sem hann átti ekki að sjá 

Eins og fyrr segir nefnir Villi Kaplakrika á nafn í símsvara sínum en Friðrik Dór hefur gjarnan haldið tónleika þar.

„Það er nú bara þannig að ég fór á lokatónleikana með Friðrik Dór og Friðrik Dór veit nú alveg hvað gerðist þar sko og ég sá eitthvað sem ég átti ekki að sjá og það mun koma í ljós í heimildarþáttunum og við munum sína allt sem við höfum sankað að okkur í rannsóknarvinnunni,“ segir hann.

Viðtalið við Villa má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan:

 

mbl.is

#taktubetrimyndir