Kynlífið er breytilegt eftir því hvað er í gangi

Kristín Þórsdóttir kynlífsmarkþjálfi.
Kristín Þórsdóttir kynlífsmarkþjálfi. Ljósmynd/Aðsend

Kristín Þórs kynlífsmarkþjálfi útskrifaðist í síðustu viku og er nú farin að taka á móti bókunum í kynlífsmarkþjálfun. Hún hefur áður starfað sem markþjálfi en segir að nú séu bókanir á kynlífsmarkþjálfun farnar að detta inn hjá henni.

„En svo veit ég alveg að fólk er mjög feimið við að taka þetta skref og ég skil það alveg. Það er svo auðvelt samt þegar þú ert mættur á svæðið og tekur af skarið að leita þér aðstoðar en það er einhvern veginn þetta að fyrsta skrefið er oft að viðurkenna vandamálið eða þá bara hugsa; „Mig langar að gera gott kynlíf betra,“ segir Kristín í viðtali í morgunþættinum Ísland vaknar.

Af hverju má ekki ræða kynlíf eins og hvað annað?

Aðspurð að því hvers vegna konur séu gjarnan opnari á umræðuna um kynlíf segir Kristín: „Af hverju má ekki ræða þetta eins og hvað annað? Við erum ekki að fara á dýptina og segja frá einhverju „detaili“ sem maður sjálfur er að upplifa með „partnerinum“ sínum þetta snýst bara um að koma saman og tala um hlutina. Af hverju má ekki tala um þetta eins og hvað annað,“ segir hún.

Kristín segir að hægt sé að ræða svo margar hliðar kynlífs enda sé það breytilegt eftir því hvað er í gangi í lífi hvers og eins.

Viðtalið við Kristínu má nálgast í spilaranum hér fyrir neðan:  

 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir