Heyrði tónlist í fyrsta skipti síðan hann var sjö ára

Fyrsta lagið sem hann hlustaði á var A Million Dreams …
Fyrsta lagið sem hann hlustaði á var A Million Dreams úr The Greatest Showman. Skjáskot/Instagram

Tónlist er ansi magnað afl og það eru mikil forréttindi að fá að njóta góðs af því að hlusta á hana.

Ég rakst á ótrúlega fallegt myndband af fullorðnum manni þar sem hann var að heyra tónlist í fyrsta skipti síðan hann var sjö ára gamall, eftir að hann fór í kuðungsígræðslu, sem er heyrnaraðgerð.

Fyrsta lagið sem hann heyrði í áratugi var lagið A Million Dreams úr The Greatest Showman og var hann djúpt snortinn og hrærður yfir þessu fallega lagi. Að heyra tónlist í fyrsta skipti í áratugi, svo dásamlegt.

mbl.is