Gagnrýndur fyrir að vanvirða Kobe í nýju lagi

Rapparinn Meek Mill.
Rapparinn Meek Mill. Skjáskot/Instagram

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Allt er vitlaust yfir nýju lagi rapparans Meek Mills sem lak nýverið á netið. Í laginu kemur textinn „And if I ever lack, I'm going out with my chopper, it be another Kobe.“

Skiljanlega er textinn gagnrýndur fyrir að vera tillitslaus og mikil vanvirðing við Kobe og fjölskyldu hans, en eins og allir vita lést Kobe i þyrluslysi á síðasta ári.

Eins og svo oft áður er kominn af stað undirskriftarlisti þar sem kallað er eftir því að Meek verði „cancelaður“.

Meek er grjótharður og kippir sér ekkert upp við æsinginn í fólki og tvítaði „y'all internet antics cannot stop me.“ Það er „no shame in his game!“

Árið 2021 hefur ekki byrjað vel hjá kappanum en hann hefur verið mikið gagnrýndur fyrir að vera á djamminu innan um múg og margmenni ásamt því að vera í einhverjum „gangster“ slag við Tekashi 6ix9ine.

Ég held að það sé bara best að „cancela“ honum, svei mér þá. Hann lærir þá kannski af þessum stælum.

Frétt frá: TMZ.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist