Fullt af nýju á Netflix og fleiri veitum

Nóg er um að velja á Netflix og öðrum veitum …
Nóg er um að velja á Netflix og öðrum veitum um helgina. Ljósmynd/Unsplash

Mikið af áhuga­verðu sjón­varps­efni er komið eða væntanlegt á Netflix og aðrar streym­isveit­ur á næst­unni en bíó­sér­fræðing­ur­inn Björn Þórir Sig­urðsson eða Bíó-Bússi stiklaði á stóru um þetta í morg­unþætt­in­um Ísland vakn­ar á K100.

Kvik­mynd­ir og þætt­ir sem komu út 18. febrúar:

It's a Sin, Miniseries – HBO Max:

Frá höfundi Queer As Folk koma þessir hjartnæmu en líka sorglegu þættir. Um unga vini upp úr 1980 í London sem eru að feta sig áfram í lífinu, duglegir að skemmta sér og leita að ást og hamingju við upphaf Aids-faraldursins.

Kvik­mynd­ir og þætt­ir sem komu út 19. febrúar:

For All Mankind 2 – Apple TV+:

Frá Emmy-verðlaunahafanum Ronald D. Moore (Outlander, Battlestar Galactica). Geimkapphlaup stórveldanna heldur áfram og nú harðnar baráttan um tunglið.

I Care a Lot – Amazon Prime Video:

Marla Grayson er dómskipaður réttargæslumaður eldri borgara. Hún er siðlaus og hikar ekki við að nota kerfið til að koma verðmætum gamla fólksins í eigin vasa. En þegar eitt af fórnarlömbunum er ekki öll þar sem hún er séð og er með tengingar í undirheimana hressast leikar. Rosamund Pike, Eiza González, Dianne Wiest ásamt Peter Dinklage í aðalhlutverkum.

Nomadland (2020) Hulu:

Frances McDormand leikur konu sem missir vinnuna í efnahagshruni og hún kemur sér fyrir í sendibíl sínum og gersist farandverkakona og ferðast um bandaríska vestrið.

Tell Me Your Secrets – Amazon Prime Video:

Spennuþáttröð frá framleiðendum Big little lies og The Undoing sem fjallar um Emmu, sem er að reyna aðlaga sig lífinu í vitnavernd, og Mary, móður stúlku sem hvarf. Mary kemst að því að Emma gæti borið ábyrgð á hvarfinu og ræður fyrrverandi rað-kynferðisbrotamann til að hafa uppi á henni.

Tribes of Europa – Netflix-þáttaröð:

Það er árið 2074 og Evrópa er í molum eftir að undarlegir atburðir hafa eyðilagt tækni og innviði og stríð er á milli ættbálkanna sem risið hafa upp úr rústunum. Frá framleiðendum Dark.

Kvik­mynd­ir og þætt­ir sem koma út 21. febrúar:

Bloodlands – þáttaröð BBC One:

Miklar væntingar eru til þessara írsku noir-þátta. James Nesbitt leikur norðurírska rannsóknarlögreglumanninn Tom Brannick. Við rannsókn á sjálfsmorði uppgötvar hann tengingu við gamalt óleyst mál sem stendur honum nærri. Frá sama aðila og gerði The Bodyguard- og Line of Duty-þættina.

Kvik­mynd­ir og þætt­ir sem koma út 23. febrúar:

Pelé – Netflix:

Heimildamynd um þennan stórkostlega knattspyrnumann.

Superman & Lois þáttröð – The CW:

Snillingurinn Greg Berlanti kemur hér með nýjan vinkil á þessa þekktu sögu. Lois og Clark Kent eru flutt heim til Smallville með drengi sína tvo og eru að reyna lifa sem eðlilegustu lífi. En Stálmaðurinn er eins og segull á vesen. Fyrsti þáttur er tvöfaldur til að sökkva okkur almennilega í söguna.

Kvik­mynd­ir og þætt­ir sem koma út 24. febrúar:

Ginny & Georgia – Netflix-þáttaröð:

Mæðgur, þar sem erfitt er að átta sig á hvor er fullorðni ábyrgðaraðilinn, flytja í nýjan bæ en draugar úr fortíð móðurinar fylgja fljótlega í kjölfarið. Gamandrama.

Canine Intervention – Netflix heimildar/raunveruleikaþættir:

Jas Leverette hefur þróað aðferðafræði um þjálfun hunda sem gerir honum kleift að laga og þjálfa hvaða hund sem er. Erfiðara er að þjálfa eigendurna.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist