Eins og að búa í Gulli byggir-þætti með Sóla: „Það er alltaf eitthvað“

Viktoría Hermannsdóttir og Sóli Hólm.
Viktoría Hermannsdóttir og Sóli Hólm.

Viktoría Hermannsdóttir hefur starfað í fjölmiðlum í rúman áratug. Um þessar mundir sér hún um sjónvarpsþáttinn Fyrir alla muni ásamt Sigurði Helga Pálmasyni. Viktoría mætti í Síðdegisþáttinn til þeirra Loga Bergmanns og Sigga Gunnars og ræddi þar við þá um vinnuna og hvernig það sé að búa með Sóla.

„Siggi vinur minn sem er með mér í þessu hann á hugmyndina en hann fékk mig með sér í þetta eftir að ég tók útvarpsviðtal við hann þegar ég var að gera þátt um safnara,“ segir Viktoría spurð út í þættina.

Voru búin að tala saman í kortér þegar þau ákváðu að vinna saman

„Við vorum búin að tala saman í svona kortér og erum að labba út og þá segir hann; „Ég er að undirbúa sjónvarpsþátt sem mig langar svolítið að gera, ertu til í að vera með mér í honum?“ Og ég bara: „Já endilega.“ Við erum oft að hugsa um það í dag hvað það er sérstakt að vera búin að tala saman í kortér og bara: „Já já ekkert mál,“ en við náum bara ótrúlega vel saman,“ útskýrir Viktoría.

Viktoría segir munina í þáttunum vera rosalega mikið aukaatriði en sagan á bak við þá sé það sem veki mestan áhugann. Sjálf safnar hún ekki hlutum og ekki Siggi heldur.

Eins og að búa í Gulli byggir-þætti

Spurð út í það hvernig sé að búa með Sóla sem á það til að vaða af stað í alls konar framkvæmdir á heimilinu en taka sér svo reglulegar pásur segir Viktoría það áhugavert.

„Nei, nei það er skemmtilegt. Það myndi örugglega ekkert gerast ef ég byggi þarna ein. Ég myndi ekki nenna þessu þannig að það er ágætt. Þetta er svolítið eins og að búa bara í Gulli byggir-þætti í þrjú fjögur ár, það er alltaf eitthvað,“ segir hún.

Viðtalið við Viktoríu má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan:

 

mbl.is

#taktubetrimyndir