Reri 4.828 km til styrktar rannsóknum á alzheimer

Frank Rothwell safnaði meira en milljón pundum til styrktar Alzheimer’s …
Frank Rothwell safnaði meira en milljón pundum til styrktar Alzheimer’s rannsókna. Skjáskot/Instagram

Frank Rothwell er 70 ára gamall maður sem vann heldur betur þrekvirki nú á dögunum. Rothwell safnaði meira en milljón pundum til styrktar alzheimersrannsóknum.

Honum tókst þetta með því að róa 4.828 kílómetra á 56 dögum án nokkurrar aðstoðar, yfir Atlantshafið frá Kanaríeyjum til Antigua.

Þessi ævintýramaður sagði að þegar hann komst á leiðarenda hefði hann fundið fyrir alsælu og þetta hefði verið magnað augnablik. Ferðalagið var mikil áskorun fyrir mikilvægt málefni, en Rothwell vildi heiðra minningu bróður síns, sem lést 62 ára úr alzheimer.

Einnig vildi hann vekja athygli á alzheimer og safna peningum til rannsókna. Þvílík þrautseigja hjá þessum kraftmikla manni sem lætur ekkert stoppa sig.

Frábært framtak fyrir mikilvægt málefni!mbl.is