Farin að stinga saman nefjum á ný

Parið áður en allt dramað hófst.
Parið áður en allt dramað hófst.

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Það er allt á yfirsnúningi í Bachelor-heiminum, og í þetta sinn er það út af algjörlega nýju máli. Ekki drama, ekki rasisma eða einelti, heldur vegna Dales og Clare.

Allt lítur út fyrir að þau séu farin að stinga saman nefjum á ný, eftir að hafa hætt saman í síðasta mánuði.

Það ætlaði allt um koll að keyra, og ég veit að þið haldið að ég sé að ýkja, en ég er ekki að ýkja, þegar þau hættu saman eftir að hafa trúlofast eftir einungis tveggja vikna samband.

Þau hættu svo saman á stórundarlegan hátt, en Dale sendi frá sér yfirlýsingu um að þau væru búið spil, án þess að Clare vissi það. Það var rosalegt dæmi.

Samkvæmt Reality Steve, sem veit allt um Bach-heiminn, voru myndir teknar af fyrrverandi/ núverandi parinu saman í Flórída síðastliðinn fimmtudag.

Það sem vekur grun um að þau séu mögulega að stinga saman nefjum á ný er að þau sáust án þess að vera með grímu, sem ýtir undir að þau séu í sömu „búbblu“  eins og Þórólfur okkar myndi orða það.

Vonandi finna þau bara leiðina hvort að öðru á ný, laus við alla pressu frá þáttunum. Ég ætla svei mér þá að halda með þeim!

Frétt frá Page Six. 

mbl.is