Dagur handahófskenndra góðverka

Ljósmynd/Unsplash/Matt Nelson

Í gær var svokallaður dagur handahófskenndra góðverka (e. Random Acts of Kindess Day) haldinn hátíðlegur víðs vegar um heiminn.

Auðveldasta leiðin til þess að fagna deginum var jú með því að gera handahófskennd góðverk. Instagram-reikningurinn @goodnews_movement deildu ýmsum myndböndum af fjölbreyttum góðverkum fólks og var þar meðal annars myndband af konu sem syngur fyrir eldri borgara á hjúkrunarheimili í Palo Alto í Kaliforníu í von um að gleðja þá.

Hún mætti fyrir utan hjúkrunarheimilið með hljóðnema og undirspil og söng undurfallega fyrir íbúa sem stóðu úti á svölum og nutu tónleikanna.

Þrátt fyrir að gærdagurinn hafi verið dagur tileinkaður handahófskenndum góðverkum geta allir dagar einkennst af hinum ýmsu góðverkum, sem geta verið lítil og ofureinföld en á sama tíma kraftmikil og falleg.

Verum endilega vakandi fyrir góðverkunum og stöndum saman, því saman erum við sterkari.mbl.is