Gífurlegur munur á fjárhag systkinanna

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Þó að ríkidæmi Robs Kardashians sé talið frekar lítið samanborið við veldi systra hans hefur „the momager“, Kris Jenner, samt sem áður náð að hlaða undir rassinn á stráknum á ýmsan hátt.

Rob er metinn á um 10 milljónir dollara, og ef við setjum það í samhengi við Kim systur hans, þá er hún metin á um 900 milljónir dollara. Það er rosalegt! Mér líður eins og Robbi sé metinn á 2.000 krónur þegar ég ber þau saman, ég sverða.

Þrátt fyrir að hann haldi sig sem lengst frá sviðsljósinu halar hann inn seðla frá sokkafyrirtækinu sínu Arthur George, „hot sauce“-fyrirtækinu Grandeza og fatalínunni Halfway Dead. Einnig birtist hann annað slagið í þáttunum Keeping up with the Kardashians, þar sem hann hefur fengið um 50.000 dollara á þátt.

Eins og margar aðrar raunveruleikastjörnur fær Robbi góða innkomu af Instagram, sem ég er alveg smá hissa á, því mér finnst hann vera að gera svo lítið þar.

Rob hefur verið að taka sig andlega og líkamlega í gegn síðasta árið og hefur aldrei verið ferskari en akkúrat núna. Þó að hann eigi klink í banka (miðað við systurnar) virðist þessi vinur minn af skjánum loksins vera orðinn happy. Og eins og máltækið segir: „Money can't buy you happiness!“

Frétt frá: Lifeandstylemag.

 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist