Gagnrýnd og eiga ekki séns

Harry og Meghan eru gagnrýnd fyrir það hvenær þau tilkynntu …
Harry og Meghan eru gagnrýnd fyrir það hvenær þau tilkynntu um óléttuna. AFP

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Enn á ný eiga Harry og Meghan ekki séns, en þau tilkynntu á sjálfan Valentínusardaginn að þau ættu á von á öðru barni sínu.

Eitthvað fannst „royal“ aðdáendum athugavert við að þau skyldu tilkynna þetta á sunnudaginn, því þeir vilja meina að þau hafi gert það viljandi til að stela þrumunni frá Eugenie prinsessu.

Eugenie eignaðist sitt fyrsta barn í síðustu viku og finnst aðdáendum konungsfjölskyldunnar að þau hefðu átt að bíða aðeins lengur með að tilkynna óléttuna til að leyfa Eugenie að njóta sviðsljóssins.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Harry og Meghan tilkynna eitthvað svona stórt á kostnað Eugenie, en þau sögðu frá því í brúðkaupi hennar í október 2018 að þau ættu von á Archie.

Það fór víst ekki vel í Eugenie, skiljanlega, enda vill brúðurin væntanlega eiga ljósið sjálf á stóra deginum. Það veit hver heilvita maður að Harry og Meghan eru súperstjörnur, en ekki Eugenie.

Segir einn notandi á Twitter að um leið og hann hafi frétt af því að Eugenie væri búin að eiga hafi hann beðið eftir að Meghan sendi frá sér tilkynningu um eitthvað stórt.

Ég held nú persónulega að Meghan sé ekkert endilega að reyna að þefa uppi allt sem Eugenie gerir. Ekki eins og hún þurfi þess eitthvað sérstaklega. Twitternotandinn segir svo að lokum að það sé virðingarvert að hún hafi ekki gert það sama dag. Ég skynja kaldhæðni.

Elsku Meghan og Harry virðast ekki gera neitt rétt.

Frétt frá: Lifestyle.yahoo.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist