Föt Alex Trebek gefin góðgerðarsamtökum

Fjölskylda Alex Trebek hefur nú látið af hendi heilmikið af …
Fjölskylda Alex Trebek hefur nú látið af hendi heilmikið af fatnaði Trebeks til styrktar góðgerðarsamtökunum The Doe Fund. Skjáskot/Instagram

Alex Trebek var ástsæll þáttastjórnandi spurningaþáttanna Jeopardy!. Hann lést í nóvember á síðasta ári, 80 ára að aldri.

Fjölskylda hans hefur nú látið af hendi heilmikið af fatnaði Trebeks til styrktar góðgerðarsamtökunum The Doe Fund. Umrædd samtök sérhæfa sig í að styðja við heimilislausa og jaðarsetta einstaklinga í Bandaríkjunum með húsnæði og fleira, ásamt því að hjálpa þeim að undirbúa sig fyrir atvinnuviðtöl.

Fötin frá Trebek, sem eru meðal annars fjölmörg jakkaföt, skyrtur og bindi, verða nýtt fyrir þessi atvinnuviðtöl og er þetta kærkominn styrkur til samtakanna. Dásamlegt þegar gömul föt fá nýtt líf og geta í leiðinni skapað ný tækifæri!

mbl.is